Styrkur, liðsauki og meðlimaskráning

STYRKUR

Þann 14. október 2021 var fyrsta úthlutun úr Styrktatsjóði geðheilbrigðis. Til­gang­ur sjóðsins er að stuðla að fram­förum í geðheil­brigðismál­um með því að veita styrki til verk­efna sem geta bætt geðheil­brigði íbúa Íslands og/​eða skiln­ing þar á.

Samtökin SÁTT sóttu um styrk í stjóðinn með verkefninu:

SÁTT: Fræðsla og for­varn­ir – Að vera SÁTT(ur) í eig­in skinni

Verk­efnið geng­ur út á að vinna að gerð fræðslu- og for­varn­ar­efn­is um átrösk­un fyr­ir heilsu­gæslu, skóla, lík­ams­rækt­ar­stöðvar og íþrótta­fé­lög. Með aukn­um sýni­leika, vit­und­ar­vakn­ingu og fræðslu megi stuðla að bættu geðheil­brigði ungs fólks sem er í áhættu­hópi átrösk­un­ar. Sam­tök­in stefna á að vinna efni, setja það upp með aðgengi­leg­um hætti á heimasíðu og standa fyr­ir málþingi á vor­mánuðum 2022.

Fagráð styrkt­ar­sjóðs geðheil­brigðis mat að verk­efnið falli vel að mark­miðum sjóðsins. Í til­kynn­ingu sjóðsins seg­ir að verk­efnið sé vald­efl­andi og unnið í nán­um tengsl­um grasrót­ar- og fagaðila.

Samþykkt var að styrkja verk­efnið um 1.000.000 kr.

Við í SÁTT erum afskaplega þakklát fyrir styrkinn og hlökkum til að nýta hann vel.

LIÐSSTYRKUR: Stjórn SÁTTar hefur fengið liðsauka. Það eru þau Sigríður Gísladóttir, verkefnastjóri, Styrkár Hallson, sálfræðingur og Hrafnhildur Sigmarsdóttir, sálfræðingur. Við erum þakklátar og hlökkum til að vinna saman að spennandi verkefnum saman.

SKRÁNING Í FÉLAGIÐ: Við höfum loksins opnað fyrir meðlimaskráningu í félagið og biðjum ykkur um að senda okkur tölvubréf í netfangið satt@atroskun.is, með nafni og kennitölu ef þið viljið vera meðlimir í félaginu.

Previous
Previous

Með ósk um geðheilbrigðari ár..